Atletico Madrid er loksins að fá að njóta Antoine Griezmann eins og hann var fyrir félagaskiptin umdeildu til Barcelona.
Griezmann yfirgaf Atletico fyrir Barcelona árið 2019 en er mættur aftur til félagsins þar sem hann var áður í guðatölu hjá stuðningsmönnum.
Framherjinn skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Real Betis um helgina og virðist vera að nálgast sitt gamla form sem margir hafa saknað.
Diego Simeone, stjóri Atletico, er á því máli að ‘gamli Griezmann’ sé mættur og er viss um að hann geti nú treyst á sinn fyrrum verndarengil í sókninni.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd Griezmann því hann vill nú vera hér hjá Atletico,“ sagði Simeone við Diario AS.
,,Við erum að sjá Griezmann sem fór frá okkur eða kannski leikmanninn sex mánuðum áður en hann fór því hann var ekki nógu góður undir lokin.“
,,Við fáum að sjá Griezmann sem við sáum áður. Hann er leiðtogi og við þurfum leiðtoga.“