Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af sykurlausum svörtum Opal frá Nóa Síríus en vegna mistaka við pökkun var rauðum Opal með sykri blandað í pakkninguna. Nói Síríus hefur ákveðið í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að stöðva sölu vörunnar og innkalla frá neytendum.
Neytendur sem hafa keypt vöruna, sérstaklega þeir sem þurfa að vara sykur, eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila í næstu verslun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Á innköllunin einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu: