Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi Manchester United er liðið tekur á móti Sheriff í Evrópudeildinni á morgun. Erik ten Hag, stjóri liðsins staðfestir það.
Ronaldo snéri aftur til æfinga í gær. Ronaldo strunsaði á þá út af Old Trafford áður en leik lauk í 2-0 sigri Manchester United á Tottenham. Portúgalinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þó bárust fregnir af því síðar að hann hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum.
Búist er við að Erik Ten Hagi geri breytingar á liði sínu á morgun og að Ronaldo byrji.
Breytingarnar verða líklega flestar á miðsvæðinu en ekki er búist við að fyrirliðinn, Harry Maguire byrji.