Ralf Rangnick fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United segir frá því að hann hafi sett sex nöfn á blað stjórnarmanna United þegar kom að leikmönnum til að kaupa.
Rangnick var ráðinn til United á síðasta ári til að stýra hlutunum í nokkra mánuði. Hann átti síðan að starfa á skrifstofunni en félagið vildi það ekki þegar að því kom.
„Við fórum aldrei í það að ræða kaup á leikmönnum. En það voru allir meðvitaðir um að það þurfti að styrkja margar stöður,“ segir Rangnick í nýlegu viðtali við Bild.
Hann segist hafa rætt við félagið um sex leikmenn sem ætti að skoða. „Það var rætt um Josko Gvardiol and Christopher Nkunku hjá Leipzig,“ segir Rangnick.
„Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz og Dusan Vlahovic. Svo kom Erling Haaland til tals þegar hann var á markaðnum. Félagið ákvað að treysta nýjum þjálfara fyrir allri uppbyggingu.“