Ulrika Johnson segir að kynhvöt hennar hafi aldrei verið meiri en núna en hin sænsk/breska sjónvarpsstjarna er nú 55 ára. Í viðtalið við breska blaðið The Sun segist Ulrika aðeins hafa verið með yngri mönnum síðasta eina og hálfa ári.
,,Mér líður eins og óþekkri stelpu, algjörum kjána, þrátt fyrir að vera komin á þennan aldur, ” segir Ulrika. ,,Þetta hefur ekki í raun með aldur að gera en þeir yngri eru yfirleitt orkumeiri.”
Ulrika hefur meðal annars stjórnað fjölda sjónvarpsþátta í bresku sjónvarpi og verið kynnir í Eurovision. Hún er þrígift og átt fjölda þekktra kærasta, meðal annars knattspyrnukappann Stan Collymore og fyrrum þjálfaar breska landsliðsins, Sven-Göran Eriksson.
Ulrika segist nú vera að leita að manni sem geti haldið í við hana í svefnherberginu. Hún segir að aldur skipti engum máli og sé opin fyrir öllu en mikilvægast sé að umsækjendur um stöðu tilvonandi bólfélaga séu ungir í anda. ,,Ég er 55 ára, en finnst ég endurnærð og orkumeiri en nokkru sinni fyrr!”
Hún segir einnig að viðkomandi verði að vera tilbúinn að hugsa út fyrir kassann.
,,Ég er algjörlega til í að hafa einn mann í lífi mínu en ég er ekki til í hefðbundið samband. Hann þyrfti að vera opin fyrir að fara
Ulrika er í hormónameðferð þar sem hún er að ganga í gegnum breytingaskeiðið en segir hormónana engu hafa breytt um kynhvöt hennar.
Ulrika birti nýverið kynþokkafullar myndir að sér að elda sænskar kjötbollur á Instagram. ,,Ég vil mínar stórar,” skrifar Ulrika í illþýðanlegum orðaleik enskrar tungu.