fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Hefur fengið nóg af því að vera sögð sú kynþokkafyllsta í heimi – Tekur dæmi um léttklædda karlmenn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ana Maria Markovic leikmaður Grasshoppers í Sviss hefur fengið nóg af subbulegum ummælum um sig. Hún segir það óþolandi að knattspyrnukonur þurfi að sitja undir athugasemdum frá karlmönnum um útlit þeirra.

Ana Maria er 22 ára gömul og hefur verið orðuð við lið á Englandi. Enska pressan talar um hana sem fallegustu fótboltakonu í heimi.

Ana Maria kveðst þreytt á því að þurfa alltaf að tala um útlit sitt þegar áhugi hennar er fyrst og síðast á því að vera frábær knattspyrnukona.

„Munurinn á körlum og konum er mikill, ef ég er í mynd á bikiní eða Erling Haaland er á sundskýlu. Það er öruggt að hann fær engar athugasemdir um útlit sitt frá karlrembum,“ segir Ana Maria sem er landsliðskona Króatíu.

„Við konur verðum að standa upp saman, en ég myndi óska þess að karlmenn myndu standa með okkur og ræða þetta.“

Ana Maria segir að það fari ekki í taugarnar á sér þegar talað er um hana sem fallega en þegar talað er um kynþokka þá finnst henni of langt gengið.

„Ég hef ekkert á móti greinum sem tala um mig sem fallegustu knattspyrnukonu í heimi eða eina af þeim fallegustu. Það gleður mig þegar ég er sögð falleg,“ segir Ana Maria.

„Það eru hins vegar greinar sem tala um mig sem kynþokkafyllstu fótboltakonu í heimi. Það situr bara ekki vel í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno uppljóstrar því að hann hafi verið nálægt því að fara frá United

Bruno uppljóstrar því að hann hafi verið nálægt því að fara frá United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Arsenal fá ekki manninn sem þau vildu

Liverpool og Arsenal fá ekki manninn sem þau vildu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr yfirmaður hjá Arsenal vill kaupa tvo öfluga miðjumenn í sumar

Nýr yfirmaður hjá Arsenal vill kaupa tvo öfluga miðjumenn í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld
433Sport
Í gær

Droppaði bombu í beinni – Minntist á mennina sem héldu framhjá með ömmu og konu bróður síns

Droppaði bombu í beinni – Minntist á mennina sem héldu framhjá með ömmu og konu bróður síns
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar Meistaradeildar spilin sín – Meiri líkur á að Arsenal vinni keppnina en Real Madrid

Ofurtölvan stokkar Meistaradeildar spilin sín – Meiri líkur á að Arsenal vinni keppnina en Real Madrid