fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fasteignamarkaðurinn kólnar – Fermetraverð lækkar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 09:00

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langt tímabil verðhækkana og mikillar þenslu er fasteignamarkaðurinn farinn að kólna og fermetraverð hefur lækkað í öllum flokkum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að samkvæmt mælaborði Deloitte hafi verð í öllum eignaflokkum lækkað á síðustu vikum og er þetta byggt á tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Sala á einbýlum jókst um allt land á sama tíma sem og sala á íbúðum í fjölbýli á suðvesturhorninu.

Blaðið hefur eftir Ými Erni Finnbogasyni, sérfræðingi viðskiptagreiningar hjá Deloitte, að vaxtahækkanir Seðlabankans séu greinilega farnar að bíta.  Hann benti á að enn sé mikið að gerast á fasteignamarkaðinum, salan sé lífleg og sé ekki að detta niður þrátt fyrir vaxtahækkanir.

Á fimmta hundrað íbúðir í fjölbýli seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði og var meðalverð á fermetra 707.000 krónur. Hæst var það í júní, 737.000 krónur. Lækkunin er því 4%.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu