fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Úkraínumenn skýra frá „ótrúlega háum“ tölum um mannfall Rússa – Ekki alveg óraunhæfar segir sérfræðingur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 08:00

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtu úkraínsk stjórnvöld nýjar tölur yfir tap Rússa í stríðinu. Samkvæmt þeim hafa 68.420 rússneskir hermenn fallið í stríðinu. Ef þessar tölur eru réttar, þá þýðir það að mannfallið fram að þessu er fimm sinnum hærra en opinberar tölur um mannfall sovéska hersins í Afganistan frá 1979 til 1989.

Þessar tölur Úkraínumanna hafa ekki verið staðfestar. Rússnesk yfirvöld halda upplýsingum um mannfall rússneska hersins þétt að sér.

En tölur Úkraínumanna eru „líklega raunhæfari en flestir trúa“ sagði Jacob Kaarsboo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, í samtali við TV2.

Hann sagði að tölurnar séu líklega of háar en séu þó ekki langt frá markinu. „Mitt mat er að maður getur líklega dregið 25% frá tölum Úkraínumanna,“ sagði hann og bætti við að þótt þessi 25% séu dregin frá, þá séu tölurnar „rosalega háar“.

Í upphafi stríðsins var mannfallið hjá úkraínska hernum mjög mikið en á síðustu vikum hefur þetta snúist við og nú er það úkraínski herinn sem er með vind í seglin og stýrir gangi mála á vígvellinum.

Sérfræðingar telja að mannfall úkraínska hersins í dag sé um einn þriðji af mannfalli rússneska hersins.

Til viðbótar þeim 68.420 rússnesku hermönnum, sem Úkraínumenn segja að hafa fallið, verður að bæta við særðum hermönnum, þeim sem hafa lagt á flótta og þeim sem hafa verið handsamaðir af Úkraínumönnum. Kaarsbo sagði að reikna megi með að þessi tala sé að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri en tölur um mannfall.

Samkvæmt opinberum rússneskum tölum hafa tæplega 6.000 rússneskir hermenn fallið í stríðinu en Moscow Times hefur eftir heimildarmönnum í Kreml að allt að 90.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst eða sé saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“
Fréttir
Í gær

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“
Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Í gær

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði