fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Embættismenn í Kreml sagðir setja sig leynilega í samband við Vesturlönd og þrýsta á samningaviðræður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fregnir hafa borist af því að í Kreml sitji menn nú og bruggi hver öðrum launráð. Þar á meðal hefur verið nefnt að staða Vladímír Pútíns, forseta, sé nú orðin veik og að ákveðnir aðilar bruggi honum nú launráð. Er staða Pútíns sögð hafa veikst mjög eftir „innlimun“ fjögurra úkraínskra héraða í Rússland, héruð sem Rússar eru ekki einu sinni með öll á sínu valdi.

Sky News skýrir frá þessu og vitnar í viðtal við Kyrylo Budanov, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, um stöðuna í Kreml en hann ræddi málið við úkraínska Pravda og vitnaði Institute for the Study of War (ISW) í viðtalið í stöðumati sínu í gær.

Budanov sagði að ákvörðunin um „innlimun“ héraðanna hafi valdið klofningi í Kreml og hann muni væntanlega fara vaxandi eftir því sem Úkraínumenn ná fleiri landsvæðum úr klóm Rússa.

Hann sagði að meirihluti rússnesku elítunnar styðji ekki innlimun héraðanna fjögurra og að margir rússneskir embættismenn hafi sett sig í samband við starfsbræður sína á Vesturlöndum til að láta í ljós áhugaleysi sitt á að stríðsrekstrinum í Úkraínu verði haldið áfram.

Hann sagði að sumir rússneskir embættismenn hafi talað fyrir friðarviðræðum við Úkraínu við vestræna starfsbræður sína á meðan rússneska herstjórnin hafi látið flugskeytum rigna yfir Úkraínu til að reyna að hræða Úkraínumenn og þvinga þá að samningaborðinu.

ISW segir í stöðumati sínu að þessi ummæli Bodanov séu í samræmi við fréttir sem hafi borist um beina gagnrýni á Pútín innan veggja Kremlar tæpri viku eftir að hann tilkynnti um „innlimun“ héraðanna fjögurra.

Segir ISW að þetta og fleiri atriði bendi til að þeir innanbúðarmenn í Kreml, sem vilja friðarviðræður, gangi ekki í takt við Pútín og séu frekar tilraunir þeirra sem hafa orðið undir í umræðum innan veggja Kremlar til að sannfæra Vesturlönd og Úkraínu um að fallast á málamiðlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástir og örlög Schumacher fjölskyldunnar

Ástir og örlög Schumacher fjölskyldunnar