Einn var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna þjófnaðar og vímuástands viðkomandi. Hann var vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um líkamsárás og eignaspjöll. Málið er í rannsókn.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um innbrot í heimahús.
Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.