Orri Steinn Óskarsson varð í kvöld yngsti Íslendingurinn til að spila leik í Meistaradeild Evrópu.
Það er Mbl.is sem vekur athygli á þessu en Orri Steinn er leikmaður danska félagsins FC Kaupmannahöfn.
Orri kiom við sögu í leik gegn Sevilla í kvöld en FCK tapaði viðureigninni sannfærandi að lokum, 3-0.
Orri er 18 ára og 57 daga gamall en Arnór Sigurðsson var yngsti leikmaðurinn er hann spilaði með CSKA Moskvu árið 2018.
Arnór var þá 19 ára og 127 daga gamall en Orri er töluvert yngri eftir níu mínúturnar sem hann lék í kvöld.