Leohn Goretzka, leikmaður Bayern Munchen, hefur skotið létt á fyrrum liðsfélaga sinn Robert Lewandowski.
Lewandowski yfirgaf Bayern í sumar fyrir Barcelona og er að raða inn mörkunum fyrir sitt nýja félag.
Gengi Barcelona í Meistaradeildinni er þó ekki gott en liðið mun líklega ekki komast í 16-liða úrslit.
Það væri í annað skiptið í röð sem Börsungum mistekst það sem er ekki ásættanlegt fyrir svo stóran klúbb.
Bayern er einmitt með Barcelona í riðli og mun fara áfram ásamt Inter Milan ef allt er eðlilegt.
,,Það var alltaf dekrað við Lewy hjá Bayern, við komumst alltaf allavega í 16-liða úrslit,“ sagði Goretzka.
,,Þetta er eins og það er. Við getum ekki verið að hugsa út í hann í dag.“