fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Bubbi hættur á Twitter – Hefur verið gagnrýndur harðlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningur tónlistarmannsins Bubba Morthens er horfinn. Bubbi hefur verið mjög virkur á þessum samfélagsmiðli undanfarin ár og margir eiga eflaust erfitt með að ímynda sér Twitter án Bubba.

Undanfarið hefur Bubbi verið gagnrýndur fyrir samstarf sitt við tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem eins og alþjóð veit, hefur legið undir ásökunum um kynferðisbrot. Margir kunna vissulega vel að meta samstarf þeirra kappa og vilja framgang Auðuns sem mestan en gagnrýnin er hvað hatrömmust á Twitter.

Í dag kom fram í fréttum að lögmaður Bubba Morthens ásamt framkvæmdastjóra Öldu Music, Sölva Blöndal, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og kröfðust þess að því yrði svarað hvers vegna nýlegt lag Bubba og Auðuns sé lítið sem ekkert spilað á Rás 2 á meðan það njóti mikilla vinsælda á Spotify.

Sjá einnig: Lögmaður Bubba á fund með útvarpsstjóra út af meintri útilokun lags Bubba og Auðs

Fréttir um þetta hleyptu endurnýjuðum krafti í gagnrýnendur Bubba og Auðuns á Twitter og Bubbi var merktur í fjölmörgum tístum á Twitter í dag frá baráttufólki gegn kynferðisofbeldi og öðrum.

Hvort þetta hafi valdið því að Bubbi lokaði reikningi sínum eða ekki skal ósagt látið. DV hefur ekki tekist að ná sambandi við hann til að fá skýringar á þessu en mun birt þau svör síðar ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn