Forsætisráðherra hefur áhyggjur af eineltis- og hatursumræðu í samfélaginu. Í dag var haldið málþing um þetta. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur og Sóley Lóu Smáradóttur, 15 ára, sem hefur sjálf fundið sjálf hatursorðræðu.
Við sjáum ótrúlegt myndband af björgunaraðgerðum þegar flugvélarflak var híft upp úr Þingvallavatni og heyrum um upplifun kafaranna. Fjallað var um aðgerðir í kjölfar slyssins, þegar flugvél hrapaði í Þingvallavatn í febrúar síðastliðnum, á ráðstefnunni Björgun 2022, sem fram fór í Hörpu í síðustu viku.
Viðbragsaðilar þurftu að glíma við erfiðar veðuraðstæður, og þurftu til að mynda að hætta við björgunaraðgerð þann sjötta febrúar. Þá var lofthiti mínus þrettán gráður og vatnið var við frostmark. Síðasta verk kafaranna í tengslum við slysið var að koma sjálfu flaki flugvélarinnar á land. Myndband frá aðgerðunum var sýnt á fyrirlestrinum, sem gefur innsýn í aðstæður kafaranna. Þó er eflaust margt sem myndbandið nær ekki að sýna, líkt og hugarástand kafaranna. Jón Þór tekur nú við.
Lyfin bjarga, segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður, sem er greind með ADHD. Hún segir ADHD gjarnan vera ranglega greint hjá konum.
Og ungt fólk í Garðabæ heldur listahátíð um helgina sem kallast Rökkvan.