fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

„Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:28

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir er gestur Ásdísar Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld. Í þættinum fer Elísabet yfir víðan völl og ræðir meðal annars um sína fyrstu kynlífsreynslu og viðbrögðin sem hún fékk frá móður sinni í kjölfar þess sem hún komst að kynlífinu.

„Þetta var náttúrulega bara íslensk afmeyjun,“ segir Elísabet er hún lýsir þessari reynslu sinni. „Hann var fullur og ég gáði hvort það væri blóð í lakinu, hann sofnaði strax á eftir og hefur eflaust ekki munað hver ég var.“

Þegar móðir Elísabetar komst að því að dóttir sín hafði sofið hjá í fyrsta skiptið brást hún virkilega illa við en Elísabet segir hana hafa barið sig. „Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu og lufsu,“ segir hún.

Í viðtalinu ræðir Elísabet síðan einmitt um ofbeldisfullt samband sitt við móður sína en það er umfjöllunarefni nýútkominnar bókar hennar sem ber titilinn Saknaðarilmur. Hún talar opinskátt um ofbeldið, óttann, geðveikina, þráhyggjuna, kvíðann, sjálfsvinnuna, edrúmennskuna og þrá hennar um að vera séð og heyrð, að fá ást og viðurkenningu.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum:

video
play-sharp-fill

Undir yfirborðið er á dagskrá Hringbrautar kl. 19:30 og svo aftur kl. 21:30 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?
Hide picture