Florian Plettenberg virtur fréttamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi segir frá því að Manchester United sé með það í forgangi að kaupa hægri bakvörð í janúar.
Hann segir frá því að Jeremie Frimpong hægri bakvörður Bayer Leverkusen sé efstur á lista.
Frimpong er 21 árs gamall. Hann er Hollendingur sem ólst upp hjá Manchester City en hefur nú gert vel í Þýskalandi.
Diogo Dalot hefur spilað vel sem hægri bakvörður undanfarið en Erik ten Hag en Aaron Wan-Bissaka er ekki í náðinni.
Einnig segir Plettenberg að United sé að skoða framherja og horfi til Suður-Ameríku.
Hann segir einnig að staða markvarðar verði skoðuð en það fari þó eftir því hvaða ákvörðun verður um David de Gea.
News #MUFC: Main priority is to transfer a right-back in winter. Frimpong is one of the candidates as reported. Moreover United is looking for a talented striker. Market in South America is very interesting. Depending on De Gea is the search for a new goalkeeper. @SkySportDE 🏴
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 25, 2022