Cristiano Ronaldo er laus úr skammakróknum hjá Erik ten Hag og mætti á æfingu með aðalliði félagsins í dag.
Ten Hag hafði ekki viljað Ronaldo á æfingar frá leik síðasta fimmtudegi þegar hann ákvað að setja Ronaldo út úr hóp gegn Chelsea á laugardag.
Ten Hag ákvað að refsa Ronaldo sem yfirgaf Old Trafford áður en leik lauk gegn Tottenham á síðasta miðvikudag. Ronaldo neitaði að koma inn sem varamaður í leiknum, hann var óhress með hlutverk sitt.
Ronaldo vildi fara frá United í sumar en ekkert kom upp úr hattinum og hann er í aukahlutverki hjá Erik ten Hag.
Líkur eru taldar á að United leyfi Ronaldo að fara í janúar en Napoli er eitt þeirra liða sem koma til greina.
Cristiano Ronaldo back training with Man United’s first team at Carrington today.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 25, 2022