fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Gómaður við að þiggja munnmök undir stýri og þarf nú að greiða 100 þúsund krónur

Pressan
Þriðjudaginn 25. október 2022 12:32

Myndin sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur karlmaður fékk á dögunum tæplega 100 þúsund króna sekt eftir að eftirlitsmyndavél náði mynd þar sem hann virðist vera að þiggja munnmök á meðan á akstri stendur.

Talsmaður samgöngustofnunar Ástralíu (Department of Transport and Main Roads) segir í samtali við Daily Mail að ástæðan fyrir sektinni sé sú að farþeginn er ekki í bílbelti. Í sumar tóku ný og harðari umferðarlög gildi í Ástralíu sem eiga að stemma stigu við því að fólk sé ekki í bílbelti eða í símanum undir stýri. Nú fá Ástralir því sekt sem þessa fyrir að vera ekki í bílbelti en lögin gilda aðeins um þá farþega sem eru í framsætum bifreiða.

Þá segir talsmaðurinn að fólkið á myndinni hefði getað endað í alvarlegu slysi, sérstaklega í ljósi þess að farþeginn er ekki í belti. Auk þess sagði talsmaðurinn að það væri ekki algengt að eftirlitsmyndavélar nái myndum af svona löguðu.

Myndinni sem um ræðir var deilt á Facebook og hafa netverjar rifist um það hvort að í raun og veru sé farþeginn að veita bílstjóranum munnmök. Fjölmargir voru fljótir að draga þá ályktun að svo væri en aðrir voru þó skeptískari. Til að mynda var sú kenning lögð fram að farþeginn væri í raun og veru bara sofandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær