Þeir Sesar Örn Harðarson og Þorlákur Breki Baxter leikmenn Selfoss æfa þessa dagana með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby Boldklub.
Sesari og Breka var boðið að koma og æfa með U19 ára liði félagsins ásamt því að skoða aðstöðuna í kringum félagið.
Þeim til halds og trausts er þjálfari þeirra í 2.flokki karla Sigurður Reynir Ragnhildarson.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en með félaginu leika Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon.