Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri hollenska stórveldisins Ajax, viðurkennir að félagið hafi sagt Arsenal að það væri enginn möguleiki á að kaupa varnarmanninn Lisandro Martinez í sumar.
Argentínumaðurinn var sterklega orðaður við Arsenal í sumar. Hann var þó að lokum keyptur frá Ajax til Manchester United.
Kantmaðurinn Antony fór einnig frá Ajax til United í sumar. Van Der Sar segir að hollenska félagið hafi ætlað að selja hvorugan þeirra.
„Það var okkar skoðun að það væri best fyrir þá báða að vera eitt ár í viðbót hjá okkur,“ segir hann í viðtali við The Times.
Van Der Sar var bæði markvörður Ajax og United á ferlinum.
„Við gáfum Arsenal hreint og beint nei þegar félagið reyndi að fá Lisandro. Við börðumst fyrir þau að halda í hann,“ segir hann enn frekar.
Martinez hefur farið afar vel af stað með United og komið mörgum á óvart í stöðu miðvarðar í ensku úrvalsdeildinni.