Liverpool leitar nú logandi ljósi að nýjum yfirlækni hjá félaginu vegna þeirra meiðslavandræða sem herja nú á lærisveina Jurgen Klopp.
Liverpool hefur ekki verið mann í slíku starfi etir að Jim Moxon lét af störfum í ágúst.
Moxon hafði unnið gott starf um nokkurt skeið en læknar í unglingaliðum félagsins sjá um málið núna.
Liverpool glímir við meiðsli lykilmanna og hefur það haft sitt að segja um slakt gengi liðsins innan vallar í ár.
Liverpool leitar að eftirmanni Moxon en leitin hefur tekið lengri tíma en vonir stóðu til um.
Diogo Jota, Curtis Jones, Caoimhin Kelleher, Alex Oxlade-Chamberlain, Ibrahima Konate, Andy Robertson, Calvin Ramsay, Thiago Alcantara, Naby Keita, Arthur Melo og Luis Diaz hafa allir lent í langvarandi meiðslum á þessu tímabili.