fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Rússneskar hersveitir undirbúa sig undir að berjast í geislavirku umhverfi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 09:29

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa síðustu daga sakað Úkraínumenn um að vera að undirbúa sig undir að nota „skítugar sprengjur“. Það eru venjulegar sprengjur sem búið er að bæta geislavirkum efnum við eða efnavopnum. Þessar ásakanir Rússar eru merki um ákveðið mynstur og þær vekja áhyggjur innan NATO.

Í gær skýrði rússneska varnarmálaráðuneytið frá því að það hafi undirbúið rússneskar hersveitir undir að berjast í geislavirku umhverfi. Úkraína, Bandaríkin og NATO hafa vísað ásökunum Rússa á bug og segja að Úkraínumenn séu ekki að undirbúa sig undir að beita „skítugum sprengjum“.

 Ásakanir Rússar um þetta fóru á flug eftir að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ræddi símleiðis við starfsbróðir sinn, Ben Wallace, í Bretlandi á sunnudaginn. Þá sagði Shoigu að Úkraínumenn væru að ögra Rússum með því að hóta að nota „skítuga sprengju“ en hann lagði ekki fram neinar sannanir fyrir þessu.

Í kjölfarið byrjuðu Vesturlönd, með NATO í fararbroddi, að vara við þessu og sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, meðal annars að Rússar geti notað þessar ásakanir sínar til að réttlæta enn frekari stigmögnum stríðsins fyrir rússnesku þjóðinni. Auk þess eru þessar ásakanir „fáránlegar“ sagði hann í samtali við Politico.

„Það sem veldur okkur áhyggjum er að þetta er hluti af mynstri sem við höfum áður séð hjá Rússum, í Sýrlandi, en einnig í byrjun stríðsins eða rétt áður en það hófst í febrúar. Þetta er að Rússar saka aðra um að gera það sem þeir hafa sjálfir í hyggju að gera,“ sagði Stoltenberg.

Bandaríkjamenn segja þessar ásakanir ekki á rökum reistar og séu hugsanlegt merki um stigmögnun átakanna í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“