fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Vinkona Ásdísar Ránar hefur ekki sést í fimm ár – Vissi hún af áætlun lögreglunnar?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 06:25

Ignatova og Ásdís Rán á góðri stundu. Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum hvarf Ruja Ignatova, 42 ára búlgörsk kona. Hún sást síðast ganga um borð í flugvél þann 25. október 2017. Vélin var að fara frá Búlgaríu til Grikklands. Eftir þetta hefur ekkert til hennar spurst. Ignatova var á þessum tíma til rannsóknar vegna meintrar þátttöku hennar í fjársvikum með rafmynt sem nefndist OneCoin.

Ignatova og fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir eru vinkonur. Eins og fram kom í umfjöllun DV fyrir tæpum þremur árum um hvarf Ignatova þá var Ásdís Rán andlit fyrirtækisins OneCoin út á við.

Í nýlegri umfjöllun BBC kemur fram að hugsanlega hafi Ignatova fengið upplýsingar um að lögreglan væri að rannsaka mál tengd henni og OneCoin. Hún hafi látið sig hverfa í framhaldinu.

Í sumar bætti bandaríska alríkislögreglan Ignatova á lista sinn yfir þá afbrotamenn sem hún leggur einna mesta áherslu á að hafa uppi á. Segir FBI að hún sé grunuð um fjársvik upp á 4 milljarða dollara.

FBI vill gjarnan hafa hendur í hári Ignatova.

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt skjölum sem BBC hefur séð um fundi hjá Evrópulögreglunni Europol þá bendir margt til að Ignatova hafi vitað af rannsókn lögreglunnar nokkrum mánuðum áður en hún hvarf.

Skjölin voru send til hlaðvarpsins „The Missing Cryptoqueen“ sem Frank Schneider, fyrrum njósnari og ráðgjafi Ignatova, heldur úti. Hann segist ekki hafa fengið skjölin beint í hendur heldur hafi Ignatova sent honum þau á minnislykli. Lýsigögn bendi til að hún hafi fengið skjölin hjá eigin tengiliðum í Búlgaríu.

Gögnin snúast um kynningu hjá Europol í Haag þann 15. mars 2017. Þar var fjallað um svokallaða aðgerð „Operation Satellite“. Meðal fundargesta voru fulltrúar frá FBI, bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknara í New York auk lögreglumanna frá Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Dubai og Búlgaríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“