fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vandamál Pútíns aukast – Nú gæti hann mætt andstöðu úr óvæntri átt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 06:30

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríð Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu kemur illa niður á rússneskum fjölskyldum og fáar fjölskyldur sleppa ósnertar frá stríðsrekstrinum. Sérfræðingur segir að uppreisn gegn Pútín geti komið úr óvæntri átt.

„Lækkandi lífaldur, hækkandi dánartíðni og fámenni þjóðarinnar er eitt stærsta vandamál okkar. 146 milljónir manna, á þessu stóra svæði sem Rússland er, er augljóslega ekki nóg,“ sagði Pútín fyrir tíu mánuðum á árlegum fréttamannafundi sínum í Moskvu.

Tveimur mánuðum síðan skipaði hann rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu og síðan hafa mannfjöldatölur í Rússlandi aðeins farið í eina átt, niður á við.

Mörg þúsund ungir Rússar hafa fallið í stríðinu og nýlega neyddist Pútín til að bregðast við því með því að kalla 300.000 menn til herþjónustu. Ofan á þetta bætist að mörg hundruð þúsund ungir Rússar hafa flúið land á síðustu mánuðum af ótta við að verða kallaðir í herinn.

Lýðfræði hefur lengi verið áhugamál Pútíns og í gegnum tíðina hefur rússneskum konum verið lofað háum peningaupphæðum og heiðurstitlum ef þær eignast mörg börn.

Á síðustu árum hefur fæðingum farið fækkandi í Rússlandi vegna þess að kynslóðin, sem nú er að eignast börn, er frekar fámenn. Ástæðan er lág fæðingartíðni á tíunda áratugnum vegna óvissrar efnahagslegrar stöðu í kjölfar hruns Sovétríkjanna.

Nú eignast hver rússnesk kona 1,5 börn að meðaltali en talið er að þær þurfi að eignast 2,1 til að viðhalda núverandi mannfjölda.

Nú búa um 145 milljónir í Rússlandi en samkvæmt mannfjöldaspá SÞ verða Rússar orðnir 130 milljónir um miðja öldina miðað við núverandi fæðingartíðni.

Ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk er ekki eins viljugt til að eignast börn, og Pútín vill, er að lífið er erfitt í Rússlandi. Ekkert efnahagslegt öryggisnet er til staðar, ef fólk veikist og getur ekki sinnt vinnu fær það engin laun. Þetta fælir marga frá barneignum.

Jens Worning, sérfræðingur í utanríkismálum hjá danska dagblaðinu Kristeligt Dagblad og fyrrum ræðismaður Dana í St. Pétursborg, sagði í samtali við TV2 að Pútín hafi fram að þessu tekist að láta áróður sinn ganga upp. Margir Rússar sjái engan valkost, í þeirra huga sé stríðið í Úkraínu örlög. Hann sagði að það hörmulega sé að Rússar séu að endurtaka mistökin frá því í síðari heimsstyrjöldinni þegar efnahagurinn var í rúst og milljónir mæðra urðu að jarðsetja syni sína sem komu heim í kistum.

Worning sagði að þrátt fyrir að áróðursvél Pútíns hafi haft betur fram að þessu verði Pútín að taka sig saman í andlitinu því ekki sé óhugsandi að hugsanleg uppreisn gegn honum nái fótfestu meðal rússneskra mæðra og amma, hinna svokölluðu babúska. „Ef mæðurnar segja að nóg sé komið neyðast Pútín og elítan hans til að hlusta. Móðurhlutverkið nýtur gríðarlegrar virðingar í Rússlandi sem er einmitt kallað móðurlandið. Mæður og ömmur eru hornsteinar fjölskyldna og þú getur ekki sett þig upp á móti þeim,“ sagði hann og bætti við að ef Pútín sýni þeim löngutöngina eigi hann á hættu að fá alla þjóðina upp á móti sér.

„Þess vegna fylgir lítill peningapoki með þegar synir þeirra koma í kistu heim frá Úkraínu. Spurningin er hversu lengi babúskurnar munu taka á móti smá ölmusu frá spilltu elítunni í Kreml,“ sagði Worning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði