Boris Bondarev, sem var áður stjórnarerindreki hjá rússnesku utanríkisþjónustunni, segir að Pútín sé reiðubúinn til að fórna 10-20 milljónum Rússa „bara til að vinna stríðið og til að slátra Úkraínumönnum. Þetta er spurning um prinsipp og að lifa þetta af pólitískt,“ sagði hann í samtali við Sky News.
Hann sagðist einnig telja að Pútín hafi verið heppinn í þau 20 ár sem hann hefur verið við völd í Rússlandi en heppnin sé komin að endamörkum.
„Hann er ekki gáfaður, hann er bara heppinn. En nú held ég að það sé liðin tíð,“ sagði hann.