fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þrýstingur á Pútín – „Það mun hafa afleiðingar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 05:05

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega tuttugu ár hefur Vladímír Pútín stýrt Rússlandi með járnhnefa. Hann hefur þrengt sífellt meira að tjáningarfrelsi og verið iðinn við að sanka að sér auði þjóðarinnar og leyfa vinum sínum og bandamönnum að fá vænan skerf. En vegna innrásarinnar í Úkraínu fer andstaða við Pútín vaxandi. Hann treystir á öflugar öryggissveitir sínar og áróðursmaskínu stjórnvalda og stuðning almennings.

En á síðustu vikum hafa hlutirnir breyst. Mörg hundruð þúsund karlmenn hafa flúið land til að forðast að verða kallaðir í herinn. Byrjað er að gagnrýna stríðið á ríkissjónvarpsstöðvum landsins. Orðrómar eru um óróa meðal þeirra sem teljast til innsta hrings Pútíns.

Norska ríkisútvarpið (NRK) segir að samkvæmt heimildum frá rússneskum stjórnarandstæðingum þá ríki mikil svartsýni í Kreml.

Það sem hefur haft mest áhrif innanlands er herkvaðningin sem Pútín tilkynnti um 21. september. Sergei Guriev, rússneskur hagfræðingur og prófessor búsettur í París, segir að herkvaðningin hafi veikt Pútín mikið. Í samtali við NRK sagði hann að Pútín hafi reynt að forðast herkvaðningu eins lengi og hann gat, það að hann hafi þurft að grípa til hennar sýni að staða hans sé veik, bæði pólitískt og hernaðarlega.

NRK ræddi við rússneska konu, Natasja, sem býr í Murmansk. Hún sagði að „stríðið sé komið heim til allra Rússa“.  „Í öllum fjölskyldum eru karlar. Allir geta verið kvaddir í herinn. Allar fjölskyldur þekkja einhvern sem hefur verið kvaddur í herinn eða hefur flúið. Opinberlega heitir þetta enn sérstök hernaðaraðgerð en heima í eldhúsinu heitir þetta stríð,“ sagði hún.

Guriev sagði að enn sem komið er hafi Pútín leyft gagnrýnisröddum úr innsta hring sínum að heyrast, þær hafi sama markmið og hann, að eyðileggja Úkraínu en vilja ganga enn lengra. „Pútín veit ekki hvað hann á að gera við gagnrýnendurna. Þetta er stór vandi fyrir hann. Á einhverjum tímapunkti verður hann að þagga niður í þeim,“ sagði hann.

Hann sagði að það að órói ríki í innsta hring Pútíns þýði ekki að fólk þar vilji losna við hann en margir hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Þeir vilja vinna stríðið. Nú eru þeir að tapa. Það mun hafa afleiðingar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans