Antonio Conte, stjóri Tottenham, sendi stjórn félagsins skilaboð eftir leik við Newcastle United í gær.
Conte og hans menn töpuðu 2-1 heima gegn Newcastle og voru ekki sannfærandi fyrir framan markið þrátt fyrir þónokkur færi.
Conte vill meina að leikmannahópur Spurs sé ekki nógu sterkur og vill fá inn liðsstyrk í janúar.
Ítalinn sagði það strax eftir leikinn í gær og virðist þar biðja um hjálp frá Daniel Levy, eiganda liðsins.
,,Félagið veit þetta vel. Ég var mjög skýr í sumar. Ef við viljum etja kappi í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni þá þarf að bæta hópinn,“ sagði Conte.
,,Þegar þú spilar mikið þá meiðast leikmenn. Þegar þrír til fimm leikmenn eru frá þá er það vesen fyrir lið eins og Tottenham.“