Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti Villa í kvöld en Emery tekur við af Steven Gerrard sem var rekinn á dögunum.
Emery þekkir aðeins til ensku deildarinnar en hann var hjá Arsenal frá 2018 til 2019 en náði ekki að standast væntingar þar.
Í kjölfarið tók Emery við Villarreal á Spáni og gerði fína hluti og vann til að mynda Evrópudeildina.
Emery er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Sevilla frá 2013 til 2016 og svo Paris Saint-Germain í tvö ár eftir það