Jörundur Áki Sveinsson nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ verður gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 20:00.
Jörundur var ráðinn í starfið á dögunum. Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur verið starfsmaður knattspyrnusviðs KSÍ síðustu ár og þjálfari U16 og U17 landsliða karla. Jörundur hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari.
Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum.
Stillið inn á Hringbraut 20:00.