Manchester United-goðsögnin Paul Scholes gefur í skyn að ósætti sé á milli Jurgen Klopp og Jordan Henderson, knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool.
Hinn 32 ára gamli Henderson hefur ekki byrjað síðustu tvo af síðustu þremur úrvalsdeildarleikjum Liverpool og spilað færri mínútur á þessu tímabili en síðustu ár.
Um helgina tapaði Liverpool óvænt 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest í deildinni.
„Jordan Henderson er í bekknum en hann ætti að vera að byrja,“ segir Scholes.
„Hann er leiðtogi liðsins, fyrirliðinn og sá sem fær hlutina til að tikka.“
Scholes, sem var miðjumaður líkt og Henderson, segir að eitthvað hljóti að spila inn í að hann sé ekki að spila.
„Það lítur út fyrir að það sé ósætti þeirra á milli eða að hann sé að glíma við meiðsli. Það er eitthvað bogið við þetta.“