fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Óttar: Spurning hvort Þórunn hafi lagt Bubba í einelti með því að saka hann ítrekað um einelti

Lítilsvirðing við raunveruleg fórnarlömb eineltis

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir sem unnið hafa með sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir vita hversu stórt hlutverk eineltið leikur í þunglyndi þeirra sem reyna að svipta sig lífi […] Á síðustu tímum hefur merking orðins verið að breytast. Venjulegar deilur manna á milli á vinnustað eða í skóla eru kallaðar einelti.“ Þetta skrifar Óttar Guðmundsson læknir í grein á Stundinni. Segir hann orðið einelti hafa verið gjaldfellt og vísar til deilna Bubba Morthens og Þórunnar Antoníu. Líkt og greint var frá fyrr í mánuðinum sakaði Þórunn Bubba um að leggja sig í einelti þegar þau voru dómarar í sjónvarpsþættinum Island Got Talent. Krafðist hún afsökunarbeiðni frá Bubba. Þegar hún kom, þótti Þórunni ekki mikið til þeirrar afsökunarbeiðni koma.

Óttar fjallar um málið og hugtakið einelti og segir:

„Ung og glæsileg söngkona (Þórunn Antonía) sakar þekktan söngvara (Bubba) um að leggja sig í einelti á vinnustað þeirra beggja, sjónvarpinu. Sakirnar eru kjánalegar athugasemdir í hita leiksins og súkkulaðimolakast. Skemmtikraftarnir hafa fengið mikla athygli út á þessar ásakanir. Hann hefur margbeðist afsökunar sem hún vill ekki taka mark á. Spurningin er hvort hún sé farin að leggja söngvarann í einelti með því að saka hann ítrekað um einelti.“

Óttar segir að um misnotkun sé að ræða á eineltishugtakinu og þarna hafi verið um að ræða árekstra vinnufélaga í streitu fjölmiðlaheimsins.

„Mannleg samskipti einkennast alltaf af einhverjum núningi, stríðni og kerskni og aulafyndni. Enginn er svo heilagur og lúsarlaus að hann sé ekki stundum klaufalegur í samskiptum sínum við aðra. En það er sjaldnast einelti. Mér finnst vafasamt að söngkonan unga taki svo mikið mark á söngvaranum að hún láti þessi orð hans og súkkulaðikast draga úr sér allan kraft, svipta sig sjálfstrausti og eyðileggja fyrir sér lit dagana eins og gerist í raunverulegu einelti.“

Segir Óttar að lokum að eilífar ásakir um einelti séu hluti af fórnarlambsvæðingu samtímans.

„Er það bara ekki allt í lagi? Nei, vegna þess að það er yfirgengileg lítilsvirðing við raunveruleg fórnarlömb eineltis sem eiga rétt á að orðið fái að halda gildi sínu en sé ekki gert að lúxusleikfangi í orðaleikjum og auglýsingamennsku í píslarvættisvæðingu samtímans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“