Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, á sér einn draum á knattspyrnuferlinum og það er að snúa aftur til Argentínu.
Martinez er 25 ára gamall og einn mikilvægasti leikmaður Inter en hann vill spila aftur fyrir Racing Club í heimalandinu í framtíðinni.
Martinez lék 60 leiki fyrir Racing eftir að hafa komið í gegnum akademíu félagsins og skoraði 27 mörk og vakti þar með athygli liða í Evrópu.
Framherjinn hugsar líklega ekki um að fara aftur til Racing sem fyrst en vonar að það verði niðurstaðan eftir þrítugt.
,,Það væri draumur fyrir mig að snúa aftur þangað. Ég er með svo margar góðar minningar þaðan og einnig af fólki sem elskar mig,“ sagði Martinez.
,,Ég get ekki sagt hvenær það gerist en það er mín ósk að snúa aftur til Argentínu og spila aftur fyrir þá einn daginn.“