Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, var ekki ánægður með valið í Ballon d’Or og lét í sér heyra eftir ákvörðun mánudagsins.
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, var valinn besti leikmaður heims og það verðskuldað enda átti hann magnað ár með spænska félaginu.
Vinicius Junior, annar leikmaður Real, átti þó betra skilið að sögn Neymar en þeir eru samherjar í brasilíska landsliðinu og þekkjast vel.
Neymar var mjög óánægður með það að Vinicius hafi verið í sæti númer átta í valinu og vildi sjá hann hærra.
,,Benzema, hann á þetta skilið, toppleikmaður! Að Vini Jr sé númer átta.. Það er brandari. Hann er að minnsta kosti í topp þremur,“ sagði Neymar.
Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, var í öðru sæti en Neymar sjálfur var ekki sjáanlegur á listanum.