Hollywood stjarnan Dwayne Johnson the ‘the Rock’ vakti töluverða athygli eftir ummæli sem hann lét falla í samtali við TalkSport.
Johnson er í dag einn frægasti leikari Hollywood og mun leika í kvikmyndinni Black Adam sem er nú komin í bíó.
Johnson segist vera stuðningsmaður Liverpool þegar kemur að enska boltanum en hann hefur áður tjáð sig um sitt uppáhalds félag.
Árið 2013 sagðist Johnson vera stuðningsmaður Macclesfield Town og opinberaði það á Twitter síðu sinni.
,,Hárrétt, Macclesfield Town er mitt lið. Stolt Cheshire!“ skrifaði Johnson fyrir níu árum síðan.
Hann virðist nú vera búinn að skipta um skoðun og segist í dag styðja Liverpool sem hefur í dágóðan tíma verið eitt besta lið heims.
,,Styð ég lið á Englandi? Já. Stolt Cheshire,“ sagði Johnson blaðamaður TalkSport spurði Johnson hvort svarið væri Liverpool og svaraði hann: ‘Já, Liverpool.’
Liverpool hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár en Macclesfield leikur í neðri deildum Englands og varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum.