Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nefnt tvo leikmenn sem Jurgen Klopp, stjóri liðsins, má ekki skilja eftir á varamannabekknum.
Liverpool tapaði óvænt 1-0 geg Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær en Taiwo Awoniyi gerði eina mark leiksins.
Að sögn Murphy er Liverpool ekki sama lið án miðjumannsins Thiago og bakvarðarins Trent Alexander-Arnold.
Liðið er einfaldlega ekki jafn öflugt fram á við án þessara leikmanna en Trent kom þó inná sem varamaður í seinni hálfleik á meðan Thiago var ekki í hóp vegna veikinda.
,,Um leið og þú tekur Trent og Thiago úr byrjunarliðinu þá ertu ekki með neinn nógu hugrakkan til að ráðast á pakkaða varnarlínu,“ sagði Murphy.
,,Trent spilaði í miðri viku svo kannski vildi Jurgen Klopp ekki taka sénsinn en ég tel að það sé hægt að styrkja miðjuna.“
,,Klopp hafði ekki aðra möguleika en að spila krökkunum í Harvey Elliott og Curtis Jones, það voru einnig óheppileg meiðsli fram á við.“