Tottenham 1 – 2 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’31)
0-2 Miguel Almiron(’40)
1-2 Harry Kane(’54)
Newcastle er til alls líklegt á þessu tímabili og vann virkilega góðan sigur á útivelli í dag.
Síðasti leikur dagsins í enska boltanum fór fram en Newcastle heimsótti Tottenham á erfiðan útivöll.
Þeir svarthvítu gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur en þeir Callum Wilson og Miguel Almiron gerðu mörkin.
Harry Kane náði að laga stöðuna fyrir Tottenham en það dugði ekki til og er Newcastle nú í fjórða sætinu með 21 stig.