Blaðamaðurinn Peter O’Rourke er viss um að Jurgen Klopp myndi vilja vinna með stórstjörnunni Kylian Mbappe hjá Liverpool.
O’Rourke hefur unnið fyrir miðla á borð við Sky Sports og TalkSport en Mbappe er í dag orðaður við brottför frá Paris Saint-Germain.
Talið er að Mbappe gæti vel verið á förum frá PSG á næsta ári en hann myndi kosta sitt enda um einn besta leikmann heims að ræða.
Klopp myndi klárlega vilja fá Mbappe í leikmannahópinn en O’Rourke er ekki viss um hvort enska félagið geti borgað svo háa upphæð fyrir franska landsliðsmanninn.
,,Stóra spurningin fyrir Liverpool er hvort félagið hafi efni á að semja við Mbappe,“ sagði O’Rourke.
,,Ég er viss um að Jurgen Klopp myndi elska hann því þetta er leikmaður sem myndi bæta liðið. Hann er leikmaður í heimsklassa en myndi taka á fjárhagslega.“