fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Sunak bíður sig fram til formanns – Hvað gerir Boris?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. október 2022 11:26

Rishi Sunak og Boris Hohnson Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins og þar með embætti forsætisráðherra Bretlands. Þetta tilkynnti Sunak í færslu á Twitter nú fyrir hádegi.

Segir Sunak að Bretlandi standi frammi fyrir alvarlegri efnahagskreppu og hann vilji laga efnahag landsins og leggja sitt lóð á vogaskálirnar. Framboð Sunak kemur fæstum á óvart enda nýtur hann stuðnings yfir 100 þingmanna flokksins sem er nauðsynlegt til þess að frambjóðandi sé gjaldgengur.

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er talinn vera helsti keppinautur Sunak um embættið. Aðeins eru tæpir fjórir mánuðir síðan að Johnson sagði af sér sem forsætisráðherra landsins og mögulegt framboð hans því skýrt dæmi um að hlutirnir eru fljótir að breytast í pólitík.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Sunak og Johnson hafi fundað í gær í margar klukkustundir en hvorugur hefur gefið neitt upp um fundarefnið. Opinberlega er talið að Johnson njóti stuðnings ríflega 50 þingmanna Íhaldsflokksins til endurkjörs en hann hefur sjálfur fullyrt að hann hafi þegar tryggt sér nægilegan fjölda þingmanna til að bjóða sig fram.

Margir sérfræðingar telja að hörð kosningabarátta milli Sunak og Johnson geti sundrað Íhaldsflokknum en margir stuðningsmenn Johnson telja að Sunak beri mikla ábyrgð á falli hans með því að segja af sér ráðherraembætti undir lok forsætisráðherratíðar Johnson. Eru líkur á því að keppinautarnir séu meðvitaðir um þessa hættu og því hafi fundurinn í gær verið tilraun til þess að landa einhverskonar samkomulagi um framhaldið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga