Það var rifist á Sky Sports í gær eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Þrjár goðsagnir ræddu málin eftir lokaflautið en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir dramatískt jöfnunarmark Casemiro í uppbótartíkma fyrir Rauðu Djöflana.
Eftir leik var rætt Cristiano Ronaldo en þeir Roy Keane, Gary Neville og Jimmy Floyd Hasselbaink voru spekingar að þessu sinni.
Ronaldo var ekki í leikmannahóp Man Utd í gær en hann neitaði að koma inná sem varamaður gegn Tottenham í miðri viku og er framtíð hans í hættu.
Keane er á því máli að Ronaldo sé enn með mikinn metnað að gera vel, annað en leikmenn sem ákvað að elta peningana rétt yfir þrítugt.
Það voru svo sannarlega ekki allir sammála í þessari umræðu en brot af henni má sjá hér fyrir neðan.
,,Leyfðu mér að klára. Við horfum á leikmenn í hverri viku sem eru búnir 32 eða 33 ára og halda til Bandaríkjanna eða Kína fyrir launapakkann og hætta,“ sagði Keane.
,,Þessi gæi vill halda áfram, þú verður að dáðst að því. Ég ætla ekki að hrósa honum fyrir framkomuna í vikunni, lang frá því.“
🗣️ „Let me finish!“
The Cristiano Ronaldo debate is getting 𝗛𝗘𝗔𝗧𝗘𝗗 👀 🍿 pic.twitter.com/4JEN4brAyn
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2022