Valur 2 – 5 Breiðablik
0-1 Dagur Dan Þórhallsson(’24)
1-1 Patrick Pedersen(’30)
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson(’45, víti)
2-2 Sigurður Egill Lárusson(’45)
2-3 Dagur Dan Þórhallsson(’55)
2-4 Dagur Dan Þórhallsson(’86)
2-5 Viktor Karl Einarsson(’88)
Breiðablik vann mjög góðan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið spilaði við Val á Origo vellinum.
Leikurinn var gríðarleg skemmtun sem betur fer enda lítið fyrir þessi lið að keppa nema um stoltið.
Blikar unnu 5-2 sigur en liðið er búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir árið 2022.
Sebastian Hedlund fékk beint rautt spjald hjá Val á 62. mínútu í stöðunni 3-2 og ljóst að lengra kæmust Valsmenn ekki.
Dagur Dan Þórhallsson átti stórleik fyrir Blika og skoraði þrennu í sigrinum.