Cristiano Ronaldo er ekki eini leikmaðurinn sem hefur neitað að spila fyrir hollenska þjálfaran Erik ten Hag.
Ronaldo neitaði að koma inná sem varamaður í 2-0 sigri á Tottenham í miðri viku og er framtíð hans í mikilli hættu.
Ronaldo fær ekki að æfa með aðalliði Man Utd og verður að líkindum ekki með liðinu fram að HM í Katar í næsta mánuði.
Maður að nafni Amin Younes neitaði að koma inná hjá Ajax árið 2018 er Ten Hag var við stjórnvölin.
Eftir þá ákvörðun Younes fékk hann aldrei að spila leik aftur fyrir félagið og var fljótt farinn annað.
Younes spilaði með Ajax frá 2015 til 2018 en árið einmitt 2018 neitaði hann að koma inná sem varamaður undir lok leiks.
pic.twitter.com/YgnzaQjrU1 In 2018 at Ajax, Amin Younes refused to enter as a substitute in the last five minutes
Then Ten Hag excluded him from the team until the end of the season.
History repeats itself with Ten Hag.
— Mizuri🔰 (@Barzan_Mizuri) October 20, 2022