ÍA er enn ekki fallið úr Bestu deild karla eftir leik við ÍBV á heimavelli í dag en dramatíkin var mikil í skemmtilegri viðureign.
ÍA vann svakalegan 3-2 sigur og lyfti sér af botninum en er enn þremur stigum frá öruggu sæti.
Það er alveg ljóst að ÍA er á leið niður í Lengjudeildina en liðið er með miklu verri markatölu en FH sem er sæti ofar.
ÍA lenti 2-0 undir en náði að koma til baka og vinna leikinn í dag en því miður mun það ekki duga til að lokum.
Leiknir Reykjavík er þá fallið úr efstu deild eftir rosalegan leik við Keflavík á heimavelli sínum.
Leiknismenn fengu á sig sjö mörk og skoruðu eitt í Breiðholtinu og mega í raun skammast sín fyrir frammistöðuna.
Leiknir er í neðsta sæti með 21 stig, fjórum stigum frá FH þegar aðeins ein umferð er eftir.
Leiknir R. 1 – 7 Keflavík
0-1 Joey Gibbs(’34)
0-2 Adam Ægir Pálsson(’36)
0-3 Adam Ægir Pálsson(’41)
1-3 Róbert Hauksson(’53)
1-4 Kian Williams(’71)
1-5 Sindri Snær Magnússon(’77)
1-6 Dagur Ingi Valsson(’82)
1-7 Dagur Ingi Valsson(’84)
ÍA 3 – 2 ÍBV
0-1 Felix Örn Friðriksson(‘4)
0-2 Breki Ómarsson(’50)
1-2 Viktor Jónsson(’72)
2-2 Ármann Ingi Finnbogason(’74)
3-2 Hlynur Sævar Jónsson(’90)