Erling Haaland, leikmaður Manchester City, verður fyrsti leikmaður sögunnar til að kosta einn milljarð punda.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Rafaela Pimenta, en Haaland er líklega verðmætasti leikmaður heims í dag.
Norðmaðurinn kom til Man City frá Borussia Dortmund í sumar og hefur raðað inn mörkum í nýrri deild og nýju umhverfi.
Haaland er aðeins 22 ára gamall og er ekki talið að hann muni enda ferilinn hjá Englandsmeisturunum.
Rafaela telur að Haaland muni einn daginn kosta einn milljarð punda en dýrasti leikmaður sögunnar í dag er Neymar, leikmaður PSG.
Neymar kostaði 190 milljónir punda árið 2017 er hann kom til franska félagsins frá Barcelona.