fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

„Ég er ekki týpan sem gefst upp. Ég var bara í algjörlega vonlausri stöðu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. október 2022 11:00

Anna Dóra Sæþórsdóttir - Myndir: Fréttablaðið/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins að dæmin um kynferðislega áreitni innan félagsins séu mun fleiri en hana grunaði. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum,“ segir hún.

„Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“

Mikil ólga hefur verið innan Ferðafélagsins að undanförnu en málið hófst í kjölfar þess sem Anna Dóra hætti sem forseti félagsins. Þá sagði hún stjórnarmann vera að berjast fyrir endurkomu Helga Jóhannessonar í stjórn félagsins en Helgi sagði sig úr stjórninni í kjölfar umfjöllunar um hegðun hans gagnvart samstarfskonu.

Í viðtalinu við Fréttablaðið fer Anna Dóra meðal annars yfir það þegar þetta mál var í gangi innan stjórnarinnar. „Þetta varð kveikjan að því að ég fékk nokkra karla í stjórninni upp á móti mér,“ segir hún. Þá segir hún að Tómas Guðbjartsson, stjórnarmaður Ferðafélagsins sem einnig er þekktur sem Lækna-Tómas, hafi verið verulega ósáttur með að Helgi átti ekki að vera ráðinn áfram í fararstjóraverkefni.

„Tómas varð alveg brjálaður og sagði: „Við verðum að standa í lappirnar og megum ekki láta dómstól götunnar ákveða hvað Ferðafélagið gerir. Hann er vinur okkar!““

Anna Dóra segir að þegar fundað var eftir þetta snérust fundirnir að stórum hluta út á að lesa henni pistilinn. „Þar var Tómas Guðbjartsson fremstur í flokki og mér leið eins og ég væri lítil óþekk stelpa hjá skólastjóranum,“ segir hún. „Þetta er enn önnur af fyrrnefndum drottnunaraðferðum, sem er að framkalla skömm og sektarkennd hjá þeim sem standa í vegi fyrir ríkjandi valdhöfum.“

Að lokum ákvað Anna Dóra að segja af sér sem forseti félagsins en hún segir að hún sé þó ekki mikið fyrir það að gefast upp. „Ég er ekki týpan sem gefst upp. Ég var bara í algjörlega vonlausri stöðu.“

Hægt er að lesa viðtalið við Önnu Dóru í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Í gær

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“