Gerard Pique, leikmaður Barcelona, hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum félagsins.
Pique er ekki lengur fastamaður í liði Barcelona en hann er kominn á seinni árin í boltanum eftir mörg farsæl tímabil.
Myndband af Pique hita upp gegn Villarreal í vikunni vekur nú mikla athygli en hann virkaði mjög áhugalaus.
Stuðningsmenn Barcelona hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og vilja meina að Pique hafi engan áhuga á að vera til taks fyrir liðið.
Pique kom við sögu í síðari hálfleiknum en hann var alls ekki heitur eftir mjög takmarkaða upphitun.
Myndbandið hér fyrir neðan talar sínu máli en Spánverjinn virkaði mjög áhugalaus er hann hitaði upp ásamt öðrum leikmönnum liðsins.
When is Pique getting shipped out ??? pic.twitter.com/DxTDMeRTTS
— Ziad is NOT in pain (@Ziad_EJ) October 20, 2022