Það er enginn áhugi frá franska liðinu Marseille að semja við stórstjörnuna Cristiano Ronaldo.
Þetta segir forseti félagsins, Pablo Longoria, en hann segir að Ronaldo sé ekki nógu mikill liðsmaður til að leika fyrir Marseille.
Ronaldo er úti í kuldanum hjá Manchester United þessa stundina og gæti verið fáanlegur í janúarglugganum.
Ronaldo reyndi ítrekað að komast burt frá félaginu í sumar en án árangurs að lokum.
,,Við erum langt frá því að vera að hugsa um að semja við Ronaldo, að semja við stórstjörnur eða leikmenn sem spila fyrir sig frekar en liðið,“ sagði Longoria.
,,Við erum að einbeita okkur að því að fá inn liðsmenn sem hjálpa liðinu sem heild. Við erum með verkefni í gangi og þurfum að allir leggi sitt af mörkum.“