Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, fékk ekki eitt atkvæði í Ballon d’Or kosningunni á þessu ári.
Ronaldo var markahæsti leikmaður Man Utd á síðustu leiktíð en fær lítið að spila í dag undir Erik ten Hag.
Ronaldo hefur fimm sinnum unnið verðlaunin sem eru afhent besta fótboltamanni heims á hverju ári.
France Football hefur birt lista yfir þá sem fengu atkvæði og fékk Ronaldo slétt núll ásamt nokkrum öðrum.
Karim Benzema var valinn besti leikmaður heims í fyrsta sinn og hlaut 549 stig og vann sannfærandi.