fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Vorkenndi vini sínum er þeir mættust í Meistaradeildinni – ,,Var svo sár fyrir hans hönd“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. október 2022 10:00

Tomori. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Mount, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi vorkennt vini sínum Fikayo Tomori er liðið mætti AC Milan.

Tomori er leikmaður Milan og fyrrum leikmaður Chelsea en hann fékk rautt spjald í 2-0 tapi Milan á San Siro í Meistaradeildinni.

Tomori var rekinn af velli snemma leiks fyrir brot á Mount innan teigs en dómurinn hefur verið harðlega gagnrýndur.

Flestir eru sammála um að dómarinn hafi tekið ranga ákvörðun sem kostaði ítalska liðið mikið í viðureigninni.

,,Hann er augljóslega vinur minn. Ég hef þekkt Fik í langan tíma og ég fann til með honum á þessum tímapunkti,“ sagði Mount.

,,Ég var svo sár fyrir hans hönd. Ég er ekki sammála að þetta hafi verið rautt spjald. Var þetta vítaspyrna? Mögulega. Ég er hreinskilinn leikmaður og vil alltaf skora mark en hann hélt aðeins í mig. Ég vorkenni honum eftir þessa ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“