Jonathan David er nafn sem margir kannast við en hann er framherji Lille í frönsku úrvalsdeildinni.
David mun spila með landsliði Kanada á HM í Katar í næsta mánuði en þjóðin tekur þátt í fyrsta sinn í 36 ár.
David mun líklega fá draumaskrefið ef hann stendur sig á HM en Daily Mail fjallar um málið og framtíð leikmannsins.
Mail segir að ensk úrvalsdeildarfélög fylgist vel með David og ef hann stendur sig vel á HM verður janúarglugginn tækifæri fyrir hann.
Kanada mun treysta mikið á þennan 22 ára gamla leikmann sem samdi við Lille fyrir tveimur árum síðan.
Það er mikil pressa á David að standa sig á HM en hann hefur skorað sjö mörk í 10 leikjum í Frakklandi á tímabilinu.