Stórlið Chelsea bauð 120 milljónir evra í sóknarmanninn öfluga Rafael Leao í ágúst samkvæmt blaðamanninum Sandro Sabatini.
Sabatini vinnur fyrir Calciomercato á Ítalíu en Leao var orðaður við Chelsea í sumar er liðið var í leit að framherja.
Chelsea samdi að lokum við Pierre Emerick Aubameyang sem hefur byrjað feril sinn hjá bláliðum nokkuð vel.
Samkvæmt Sabatini er Chelsea enn opið fyrir því að fá Leao í sínar raðir en það myndi þurfa mikið svo AC Milan ákveði að selja leikmanninn.
Milan harðneitaði að selja Leao í sumarglugganum og áttaði Chelsea sig á því um leið og risaboðinu var hafnað.